Hárdagur VA í Þórsmörk

img_5932.jpgÁ dögum myrkurs settu nemendur 3. annar hárdeildar Verkmenntaskóla Austurlands upp sýningu í Þórsmörk á Neskaupstað.

 

Sýningin var samvinnuverkefni þriggja áfanga. Það voru iðnfræði, iðnteikning og hárgreiðsla. Nemendur unnu meðal annars ritgerð, teiknuðu teikningar og hönnuðu og útfærðu hár í greiðslur á dúkkum og einnig á módelum. Allt var þetta til sýnis í Þórsmörk ásamt því sem nemendur túlkuðu landið sem þeir völdu í því rými í húsinu sem þeir fengu úthlutað.

Á sýningunni voru einnig nemendur 1. annar í hárdeild VA með verkefni til sýnis sem þau höfðu unnið, auk þess að hjálpa eldri nemendum að setja upp aðalsýninguna og vinna á henni.

Nemendur listaakademíu VA voru einnig á svæðinu og voru þeir með tónlistaratriði ásamt því að nemendur í ÍSL503 lásu ljóð sem tengdust þeim þjóðum sem fjallað var um. Nemendur í SAG303 lásu skemmtilega frásögn um hreinlæti á Íslandi og um þjóðbúning Íslands.

Um 200 manns komu til að sjá sýninguna.

 

img_5857.jpgimg_5865.jpgimg_5874.jpgimg_5887.jpgimg_5915.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.