Opið hús í athafnaviku

midvangur1.jpgOpið hús verður í Miðvangi 1 (Níunni) á morgun, föstudaginn 18. nóvember, í tilefni alþjóðlegrar athafnaviku. Fyrirtæki, frumkvöðlar og einstaklingar sem starfa í húsinu bjóða gestum og gangandi að kynnast starfseminni.

 

Í hádeginu gefst Austfirðingum tækifæri á að fá sér léttan hádegisverð, hlusta á austfirska tónlistarmenn leika lög sín ásamt því að spjalla við starfsmenn þessara fyrirtækja og fá nánari kynningu á starfseminni sem þarna fer fram.

Það er Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Austurfarar og einn af talsmönnum Athafnavikunnar sem stendur fyrir viðburðinum.

Fyrirtækin sem taka þátt í viðburðinum eru: Austurför, Ferðaskrifstofa Austurlands, Ferðaþjónustan Álfheimar, Austurnet, Kaskó, Sjóvá, Íslandsbanki, AN Lausnir, Rational Network og Héraðsprent og Hús handanna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.