Talin meðal 25 efnilegustu fatahönnuða heims: Of heimakær til að vera lengi í burtu í einu

sigrun_halla_web.jpgHin 25 ára gamla Egilsstaðamær, Sigrún Halla Unnarsdóttir, er meðal 25 efnilegustu nýútskrifaðra fatahönnuða veraldar. Þetta er mat tískuvefsins Muuse.com.

 

„Þetta er mjög mikils virði fyrir mig,“ segir Sigrún Halla í samtali við Agl.is. „Það er rosalega erfitt að koma línum í framleiðslu án þess að hafa sterkt bakland en þessi síða gefur mér möguleika á að selja línuna án þess að leggja út í neina fjárhagslega áhættu í framleiðslu og öðru slíku.“

Muuse, sem er með höfuðstöðvar sínar í Kaupmannahöfn í Danmörku, býður hönnuðunum 25 að selja og framleiða fötin hjá sér. Engar flíkur eru framleiddar fyrr en lögð hefur verið inn pöntun fyrir henni á vefnum.

sigrun_halla_honnun_web.jpg „Ég hef líka tækifæri á að hanna nýjar línur og selja á síðunni. Það gefur mér ákveðið spark í rassinn að halda áfram að sinna minni hönnun þótt ég að stökkvi í önnur verkefni þess á milli. Þetta er líka frábær auglýsing og viðurkenning.“

Sigrún Halla útskrifaðist með meistaragráði í fatahönnun frá Kolding-hönnunarskólanum í sumar. Útskriftarlína hennar hefur verið sýnd víða og fengið mikla athygli fjölmiðla. Meðal annars var fjallað um hana í danska dagblaðinu Jótlandspóstinum. Vinnustofa hennar er í Reykjavík.

„Ég tók djarfa ákvörðun um að koma aftur til Íslands en þrátt fyrir að hér sé spennandi umhverfi til þess að vera í er þetta líka ákveðin áhætta. Ég er of heimakær til þess að vera of lengi í burtu í einu. Ég er komin með lítið stúdíó í Reykjavík en ég hef líka verið að vinna fyrir austan að vöruhönnunarverkefninu Norðaustan 10 sem styrkt er af Þorpinu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.