Töframaðurinn Einar Mikael á ferð um Austurland

einar_mikael_toframadur_web.jpgTöframaðurinn Einar Mikael heimsækir Austurland um helgina og sýnir á fjórum stöðum.

 

Fyrsta sýningin verður á morgun, fimmtudaginn 3. nóvember í Miklagarði á Vopnafirði klukkan 20.00, föstudag á Kaffihúsinu á Eskifirði klukkan 16:00 og 21:00, í Nesskóla í Neskaupstað klukkan 15:00 á laugardag og loks í Sindrabæ á Höfn klukkan 15:00 á sunnudag.

Einar lýsir sýningum sínum sem samblandi af áhrifamiklum töfrum og húmor sem henti vel bæði börnum og fullorðnum. Eitt beittasta vopn hans eru töfrabrögð í návígi. Þá gefst fólki kostur á að sjá töfrabrögðin gerast beint fyrir framan sig og jafnvel í höndunum á sér en ekki úr fjarlægð uppi á sviði. Einar tekur þá ekki endilega athygli allra á staðnum í einu heldur einbeitir hann sér jafnvel að færri í einu og færir sig á milli fólks.

Auk sýninga á Íslandi hefur Einar Mikael sýnt í Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð og í Færeyjum.

Hver sýning er um 70 mínútna löng og ekkert hlé er tekið. Miðaverð er 1500 krónur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.