Ný Norðfjarðargöng strax: Söfnun undirskrifta gengur vel

nordfjardargong_undirskriftir_sofnun_web.jpgAðstandendur undirskriftarsöfnunar þar sem skorað er á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að byrja strax á nýjum Norðfjarðargöngum eru ánægðir með hvernig gengið hefur. Markmiðið er að fá alla íbúa Fjarðabyggðar, átján ára og eldri, til að skrifa undir.

Lesa meira

Hannes fordæmir umfjöllun Austurgluggans

hannes_sigmarsson_jpg_280x800_q95.jpgHannes Sigmarsson, fyrrverandi yfirlæknis Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð, segir umfjöllun héraðsfréttablaðsins Austurgluggans um embættisfærslur hans „ranga og villandi.“ Ríkisendurskoðun er gagnrýnd fyrir vinnubrögð við gerð skýrslu um vinnu Hannesar.

 

Lesa meira

Austurglugginn biður Hannes afsökunar á ásökun um fölsun: Sagður óreiðumaður í skýrslu

hannes_sigmarsson_jpg_280x800_q95.jpg
Héraðsfréttablaðið Austurglugginn hefur dregið fullyrðingar um að Hannes Sigmarsson, fyrrverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð, hafi falsað endurlífgun á sjúklingi til baka. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem blaðið byggir umfjöllun sína á, segir að læknirinn hafi sýnt einbeittan vilja til að smyrja á reikninga.

Lesa meira

Þrír hælisleitendur með Norrænu

norrona.jpg
Þrír karlmenn, sem  komu til Seyðisfjarðar með ferjunni Norrænu í morgun frá Danmörku, hafa óskað eftir hæli á Íslandi. Þeir voru stöðvaðir af tollvörðum og spurðir um skilríki en gátu ekki framvísað neinum gildum ferðaskilríkjum. 
 

Lesa meira

Yfirlæknir rukkaði fyrir endurlífgun sem aldrei fór fram

hannes_sigmarsson_jpg_280x800_q95.jpg

Hannes Sigmarsson, fyrrverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð, á að hafa rukkað fyrir endurlífgun sem aldrei fór fram. Landlæknisembættið segir það aðeins gert í einum tilgangi, til að ofgreidd laun. Vegna þessa var Hannesi vikið frá störfum í ársbyrjun 2009. Hann hafnar ávirðingum um að hafa „falsað“ endurlífgun.

 

Lesa meira

Einn sýslumaður á Austurlandi?

logreglumerki.jpg
Sýslumannsumdæmin á Austurlandi verði sameinuð í eitt gangi hugmyndir innanríkisráðherra, sem birtast í frumvarpi il laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í hérað, eftir. Nýju landsbyggðar umdæmin eiga að verða öflugri þjónustustofnanir en þau sem fyrir eru sem auki möguleikann á flutningi verkefna til þeirra.

Lesa meira

Opinn fundur í Snæfellsstofu á morgun

bruarjokull.jpg
Starfsemi stjórnar austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og framtíðarsýn svæðisins verða kynntar á opnum fundi í Snæfellsstofu á morgun, sumardaginn fyrsta, klukkan 14:00.

Lesa meira

Hálslón er öryggissvæði heiðagæsa

karahnjukar.jpg

Gæsavarp á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar hefur aukist undanfarin ár. Lónið og girðingar í kring nýtast gæsinni sem öryggissvæði. Varpi hefur á móti seinkað þar sem það svæði sem áður kom fyrst undan snjó er nú undir vatni.

 

Lesa meira

Dæmdur fyrir ofbeldi: Var drukkinn og ætlaði að hjálpa dyraverði

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gif
Tæplega þrítugur karlmaður var í vikunni dæmdur í héraðsdómi Austurlands fyrir valdbeitingu og ofbeldi þegar hann henti öðrum manni út af skemmtistað þannig meiðsli hlutust af. Sá dæmdi, sem er vanur dyravörður en var undir áhrifum að skemmta sér þetta kvöld, taldi sig vera að aðstoða dyraverði staðarins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.