Orkumálinn 2024

Andrés Skúla: Kosningarnar sýna sóknarhug í Djúpavogsbúum

framfaralistinn djupi x14Andrés Skúlason, oddviti Framfaralistans á Djúpavogi, er ánægður með kosningaþátttökuna í sveitarfélaginu þar sem hans framboð vann nauman sigur. Hann telur sveitarstjórnina vel mannaða til að takast á við þau verkefni sem framundan eru.

„Fyrir það fyrsta er ég mjög ánægður með þátttöku íbúa í kosningunum sem var 83,3.% sem sýnir áhuga fólks á bæjarmálunum hér," segir Andrés, aðspurður um viðbrögð hans við úrslitum kosninganna á laugardag.

Framfaralistinn fékk sex atkvæðum meira heldur en Óskalistinn. „Í annan stað er ég mjög sáttur við niðurstöðuna úr kosningunum fyrir hönd F listans sem hefur á að skipa mjög góðri og kraftmikilli blöndu af ungu fólki og reynsluríkari einstaklingum og öll erum við sem eitt tilbúin að takast á við þau verkefni sem eru framundan á komandi kjörtímabili.

Þá hlýt ég sömuleiðis að líta á þetta sem mikinn sigur fyrir mig persónulega þar sem ég er að leiða lista til sigurs fjórða kjörtímabilið í röð."

Hann segir hins vegar blöndu listanna í sveitarstjórn skipta mestu máli. „F listinn og Ó listinn hafa bæði á að skipa hæfu og dugmiklu fólki sem eru reiðubúið að taka höndum saman um að vinna að því að gera Djúpavogshrepp að enn betri stað en hann er í dag.

Kosningarnar sýna því að hér er engin uppgjafartónn í fólki, heldur sóknarhugur. Niðurstaða kosningaúrslitana er því að mínu mati sigur fyrir íbúa alls sveitarfélagsins."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.