Nýtt félag tekur við Hofsá
Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár mun taka taka við þjónustu og sölu veiðileyfa í Hofsá eftir 19. ágúst nk. af Stangveiðifélagi Hofsá ehf.
Skemmtiferðaskip á Seyðisfjörð
Skemmtiferðaskipið Athena lagðist að bryggju við Strandarbakka á Seyðisfirði í morgun. Athena er þó ekki fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landins þetta árið. Skemmtiferðaskipið National Geographic Explorer kom til Djúpavogs í gær með 150 farþega og lagðist að bryggju í Gleðivík.Fundi félagsmálaráðherra í kvöld frestað
Fundi félagsmálaráðherra um skuldastöðu heimilanna sem vera átti á Reyðarfirði í kvöld 18. maí hefur verið frestað þar sem hann stangaðist á við sameiginlegan framboðsfund í Fjarðarbyggð. Nýr fundartími verður auglýstur síðar.
Nýr slökkvibíll til Vopnafjarðar
Á uppstigningadag var formlega afhentur nýr slökkvibíll á Slökkvistöð Vopnafjarðar. Bíllinn var keyptur í samstarfi Vopnafjarðarhrepps og Flugstoða ohf. (ISAVIA) og eykur hann til muna öryggi í slökkviliðsmálum á Vopnafirði. Bíllinn mun bæði þjóna íbúum og fyrirtækjum Vopnafjarðarhrepps ásamt viðbúnaðarþjónustu á Vopnafjarðarflugvelli.
Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps samþykkir ársreikning fyrir 2009
Rekstrarniðurstaða ársreikningsins Fljótsdalshrepps var upp á tæpar 110 miljónir, tekjumegin.Tíu tíma maraþonfundur hreppsnefndar
Seinasti fundur hreppsnefndar Fljótsdalshrepps tók tæpar tíu klukkustundir. Oddvitinn segir sjaldgæft að fundirnir verði svo langir.
Öskufall í Másseli í Jökulsárhlíð
Heimilisfólk í Máseli í Jökulsárhlíð tók eftir að aska frá Eyjafjallajökli fór að berast með suðvestlægum vindum. ,,Það var svona upp úr klukkan sjö í morgun sem þetta byrjaði og stóð fram undir klukkan ellefu", sagði Sunna Þórarinsdóttir í Másseli.Breiðdælir löngum vitað að dalurinn búi yfir miklum verðmætum
Páll Baldursson, sveitarstjóri Breiðdalshrepps, segir Breiðdæli ekki undrandi á að ástralskt málmleitarfyrirtæki vilji leita eftir gulli á svæðinu. Heimamenn séu samt jarðbundnir.
Gullgrafaraæði í uppsiglingu á Austurlandi?
Ástralska fyrirtækið Platina Resources Ltd. hefur sótt um leyfi til að leita að gulli og öðrum málmum á Austurlandi. Landeigendum um nær allt Austurland hefur verið sent bréf vegna málsins. Áhugaverðustu svæðin eru við Vopnafjörð, Borgarfjörð og Breiðdalsvík.
Stjarnan tekur við umboði fyrir Strandmöllen á Austurlandi
Heildverslunin Stjarnan á Reyðarfirði hefur tekið við umboði fyrir gasfyrirtækið Strandmöllen á Austurlandi. Það er nýjasta útibú danska fyrirtækisins á Íslandi.
Þrír í haldi vegna smyglmáls á Seyðisfirði
Þrír hollenskir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á hollensku fíkniefnamáli. Þeir voru yfirheyrðir í kvöld.