Yfir helmingur kjósenda mætti á framboðsfund

frambodsfundur mjoifjordur 0004 webTíu af þeim sautján sem eru á kjörskrá í Mjóafirði mættu á framboðsfund sem haldinn var þar í gær. Samgöngumál voru heimamönnum ofarlega í huga.

Fundurinn var sá sjötti og síðasti í röðinni hjá framboðunum í Fjarðabyggð en allir þéttbýliskjarnar sveitarfélagsins voru heimsóttir.

Mest var rætt um jarðgöng á fundinum en heimamenn leggja mikla áherslu á að komi verði á Samgöngum þar sem borað verði annars vegar á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Síðasti leggurinn verði síðan tenging við Fljótsdalshérað.

„Það dugir ekkert annað," sagði einn fundarmanna og annar bætti við. „Það hefur aldrei verið sátt um hvernig eigi að forgangsraða göngum í þessum landsfjórðungi."

Tvær vikur eru síðan vegurinn þangað var opnaður en hann lokaðist vegna snjóa í nóvember. Yfir vetrartímann eru siglingar tvisvar í viku á milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar.

Þjónusta við ferðamenn er meðal vaxtarbrodda í atvinnumálum í Mjóafirði en heimamenn segjast finna fyrir að ferðamannatímabilið sé að aukast í báðar áttir.

Heimamenn hrósuðu frambjóðendum fyrir aukna samvinnu innan bæjarstjórnarinnar og að meira tillit væri tekið til Mjófirðinga heldur en áður. „Menn hafa vitað af okkur en ekki mikið meira en það en ég held að þetta sé að breytast," sagði Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku.

Fjarskiptamál skipta Mjófirðinga einnig miklu en það hefur verið stopult yfir vetrarmánuðina. Netsambandið þykir hægt og sumir þurftu að leggja út í töluverðan kostnað við uppsetningar þegar Ríkisútvarpið skipti úr hliðrænum útsendingum yfir í stafrænar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.