Rúta út af í Oddsskarði í fljúgandi hálku

Bæjarráð Fjarðabyggðar krefst þess að Velferðarráðuneytið láti þegar í
stað af hendi skýrslu sem það lét vinna að beiðni Heilbrigðisstofnunar
Austurlands um framtíðarsýn stofnunarinnar. Í skýrslunni kemur meðal
annars að deilur við fyrri starfsmenn hafi reynt á yfirstjórnina og
lagðar til stórkostlegar hagræðingaraðgerðir í Fjarðabyggð.
Ásta Hlín Magnúsdóttir var í dag kjörinn nýr formaður Sambands ungra framsóknarmanna (SUF). Ásta Hlín fékk 32 atkvæði eða 53%.
Reyðfirðingarnir Jónas Aðalsteinn Helgason og Sandra Þorbjörnsdóttir hafa tekið yfir rekstur veitingastaðarins Kaffi Egilsstaða og þóttu eiga besta boðið í tjaldsvæðið þar við hliðina.
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir það miður að umræða um
skýrslu ráðuneytisins um Heilbrigðisstofnun Austurlands hafi snúist upp í
hrepparíg frekar en tillögur og efni skýrslunnar. Engin afstaða hefur
verið tekin til þeirra hugmynda sem þar eru settar fram.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, verður meðal framsögumanna
á opnum fundi sem bankinn stendur fyrir á Reyðarfirði klukkan 20:00 í
Safnaðarheimilinu miðvikudaginn 15. febrúar.
Sveitarfélagið Fjarðabyggð var nýverið sýknað í Hæstarétti af kröfu
fyrrum nemanda grunnskóla Eskifjarðar sem hlaut örorku þegar hann hljóp á
glerhurð í skólanum. Dómurinn staðfesti þar með dóm héraðsdóms sem
rakti slysið til aðgæsluleysis stráksins.
Mannfjöldi á svæðinu frá Vopnafjarðarhreppi til Djúpavogshrepps helst
stöðugur á milli ára. Tæplega þrjátíu einstaklingar bætast við. Konum
fjölgar en körlum fækkar.
Prentverksmiðjan Héraðsprent á Egilsstöðum og Vélaverkstæði G. Skúlasonar eru fulltrúar Austfirðinga
á lista Creditinfo yfir „framúrskarandi fyrirtæki árið 2011“. Listinn
byggir á greiningu á því hvaða fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og
stöðugleikamati Creditinfo.
Tveir bæjarfulltrúar úr Fjarðabyggð eru meðal þeirra fjörutíu
einstaklinga sem skipa stjórn hins nýja stjórnmálaflokks, Bjartrar
framtíðar, sem stofnaður var formlega í dag.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.