Fyrstu tölur að austan um kvöldmat

sjomannadagur borgarfjordur 0304 webVon er á kosningaúrslitum úr Fljótsdal og frá Borgarfirði upp úr klukkan 19:00 í kvöld. Von er á að úrslit af Austurlandi verði orðin ljós fyrir miðnætti.

Kjörstað var lokað á Borgarfirði, Seyðisfirði og Fljótsdal nú klukkan 18:00. Á Seyðisfirði fengust þær upplýsingar að kjörsókn hefði verið um 80% sem er ívið minni kjörsókn en fyrir fjórum árum. Von er á fyrstu tölum þaðan undir klukkan tíu í kvöld.

Á Vopnafirði lýkur kjörfundi klukkan átta og von er á fyrstu tölum um klukkustund síðar. Þar er stefnt á að talningu ljúki fyrir klukkan ellefu.

Kjörstaður á Djúpavogi er opinn að minnsta kosti til klukkan átta en 75% kjörsókn var um klukkan 18. Von er á tölum þaðan um klukkan ellefu. Um sama leiti má búast við tölum frá Breiðdalsvík.

Kjörstaðir á Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð eru opnir til klukkan tíu. Von er á fyrstu tölum um leið og þeir loka og lokatölum um klukkan ellefu.

Á Mjóafirði lauk kosningu í minnstu kjördeild landsins klukkan tvö í dag. Þar var 80% kjörsókn en 17 á kjörskrá og um þriðjungur þeirra í kjörstjórn eða varakjörstjórn. Kjörkassinn kom á talningarstað á Eskifirði um kaffileytið.

Austurfrétt verður á vaktinni þar til lokatölur koma.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.