Betra Sigtún og K-listi í formlegar meirihlutaviðræður

betra sigtun frambodLiðsmenn Betra Sigtúns ákváðu á félagsfundi í gær að fara í formlegar viðræður við K-lista félagshyggju um myndun nýs meirihluta í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps.

„Það er ekki kominn neinn tími á fyrsta fund en hann verður væntanlega í kvöld eða á morgun," segir Stefán Grímur Rafnsson, oddviti Betra Sigtúns.

Hann segir að á fundinum hafi verið farið yfir helstu áherslur Betra Sigtúns í meirihlutaviðræðunum. „Við eigum ágæta samleið með K-listanum. Stefnuskrár allra framboðanna fyrir kosningarnar voru mjög líkar. Þetta snýst um að hafa hlutina á hreinu.

Við leggjum til dæmis áherslu á breytta stjórnsýslu og hvernig verður staðið að auglýsingu og ráðningu sveitarstjóra."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.