Friðrik Brynjar dæmdur í 16 ára fangelsi: Þykir ekki eiga sér neinar málsbætur

Friðrik Brynjar Friðriksson var í dag dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa ráðið Karli Jónssyni bana í íbúð hans á Blómvangi 2 á Egilsstöðum aðfaranótt 7. maí. Dómarar mátu frásögn hans í lykilatriðum ótrúverðuga og sögðu hann ekki eiga sér neinar málsbætur.