Anna Alexanders: Ekki skýr stuðningur við núverandi meirihluta

xd fherad x2014Anna Alexandersdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði, segir listann þar vera sigurvegara kosninganna. Ekki sé sjálfgefið að túlka úrslitin á þann hátt að kjósendur styðji núverandi meirihluta áfram.

„Við erum mjög ánægð með okkar hlut í þessum kosningum og greinilegt að okkar málflutningur hafði hljómgrunn meðal íbúanna. D listinn er sigurvegari kosninganna, bætti við sig manni," segir Anna.

Listinn fékk 22% og bætt við sig fimm prósentustiga fylgi og vann mann af Héraðslistanum miðað við síðustu kosningar. Á-listinn bætti einnig við sig meirihluta en Framsóknarflokkurinn tapaði töluverðu fylgi en þeir listar mynda saman meirihluta.

„Ljóst er að annar meirihlutaflokkurinn tapaði fylgi en hinn bætti við sig fylgi og vantaði eingöngu níu atkvæði til að þriðji maður B lista færi yfir til Á lista.

Við viljum því meina að vilji kjósenda til að núverandi meirihluti haldi áfram sé ekki jafn skýr og menn vilji yfir láta, þar sem að D og Á listinn eru þeir sem bæta við sig fylgi."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.