Sigtúnsfólk velur á milli K-lista og Framsóknarflokks í kvöld

betra sigtun frambodÞeir sem stóðu að framboðslistanum Betra Sigtúni á Vopnafirði hittast í kvöld til að ráða ráðum sínum. Fundað hefur verið með hinum listunum tveimur sem komu að fulltrúum í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps. Á fundinum er stefnt að ákveða með hvorum verði farið í viðræður um meirihluta.

„Það er fundur hjá Betra Sigtúni í kvöld þar sem niðurstöður funda okkar í vikunni verða bornar undir félagsmenn. Á þessum fundi ætti að skýrast hvert leiðin liggur," segir Stefán Grímur Rafnsson, oddviti Betra Sigtúns.

Listinn kom að tveimur mönnum líkt og K-listi félagshyggju en Framsóknarflokkurinn fékk þrjá menn kjörna. Frá því að kosið var á laugardag hafa fulltrúar Sigtúns hitt fulltrúa K-lista tvisvar og Framsóknarmenn einu sinni.

Aðspurður sagði Stefán Grímur að ekkert væri hægt að lesa út úr því „að svo stöddu" með hvorum listanum hefði verið fundað tvisvar.

Hann sagði að það fengist „ekki uppgefið strax" í hvora áttina Sigtúnsfólk hallaðist.

Framsóknarflokkur var í meirihluta með Nýju afli og Sjálfstæðisflokknum sem buðu ekki fram í vor.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.