Erlingur Guðjóns: Höfðum ekki burði til að senda út flotta kosningasnepla

xe fherad x14Erlingur Hjörvar Guðjónsson, talsmaður Endurreisnarinnar á Fljótsdalshéraði, segir fólkið á listanum vera sátt við niðurstöður sveitarstjórnakosninganna um síðustu helgi. Framboðið fékk 3% fylgi og kom ekki að manni.

„Við þökkum fyrir veittan stuðning. Við vissum að það var á brattann að sækja. Við höfðum ekki framlög í kosningasjóði til að leggja baráttunni lið og var því notast mest við netið til að reyna að kynna framboðið bæði með heimasíðu og Facebook-síðu.

Það er ljóst er að það kannski náði ekki til kjósenda en við höfðum ekki burði til að reka kosningaskrifstofu eða senda út flotta kosningasnepla. Þar sem slíkur kostnaður væri þá lagður út úr eigin vasa okkar sem á listanum erum."

„Miðað við allt erum við sátt. En eigum við ekki að vera sátt? Við vinnum áfram að því að koma hugmyndum okkar á framfæri því þær eiga alveg erindi inn á borð til þeirra sem sitja í sveitastjórn."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.