Framkvæmdir frestast við Helgustaðanámu

helgustadanama agust14 webÓvíst að nokkuð verði úr framkvæmdum við Helgustaðanámu í sumar eftir að eina tilboðinu sem barst í þær var hafnað. Náman er á rauðum lista Umhverfisstofnunar þar sem hæpið þyki að hún geti tekið við þeim fjölda ferðamanna sem hana sækir.

Lesa meira

Vegurinn í Loðmundarfjörð varð fyrir skemmdum vegna vatnavaxta

seydis omar5Vegurinn frá Borgarfirði yfir í Loðmundarfjörð varð fyrir skemmdum vegna þeirrar gríðarlegu úrkomu sem var á Austfjörðum í fyrrinótt og í gær. Unnið er að viðgerð og reiknað er með því að vegurinn verði orðinn fær í kvöld, samkvæmt Birni Sigurðssyni hjá Vegagerðinni.

Lesa meira

Leiðrétting vegna tekjulista

egilsstadir 04052013 0001 webVið vinnslu tekjulista Austurfréttar fyrir Fljótsdalshérað urðu þau mistök að Benedikt Ólason, ýtustjóri, var sagður vera með 1,4 milljónir í tekjur á mánuði.

Lesa meira

Ferðamaður slasaðist við Hengifoss

hengifossBjörgunarsveitir á Héraði voru kallaðar út um hádegisbil vegna einstaklings sem hafði slasað sig við Hengifoss. Óttast er að maðurinn sé fótbrotinn.

Lesa meira

Ný lög um niðurgreiðslu raforku eiga að jafna stöðu dreifbýlisins

raflinur skriddalForstjóri RARIK telur að mikill árangur hafi náðst í jöfnun aðstöðumunar dreifbýlis og þéttbýlis með samþykkt nýrra laga um jöfnun flutningskostnaðar raforku í vor. Formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs segir erfitt hafa verið að sitja undir þeirri mismunun sem var.

Lesa meira

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar sendir ráðamönnum tóninn vegna viðskiptaþvingana gegn Rússum

GI i turninumGunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað sendir utanríkisráðherra og formanni utanríkismálanefndar tóninn í pistli sem birtist á heimasíðu SVN í dag. Hann segir enga efnislega umræðu hafa farið fram um þátttöku íslenskra stjórnvalda í að framlengja viðskiptabann gegn Rússum vegna málefna Úkraínu, þrátt fyrir að hagsmunir þjóðarbúsins séu lagðir að veði með þeirri ákvörðun.

Lesa meira

Gríðarleg úrkoma á Austurlandi síðastliðinn sólarhring: Skriðuhætta í Seyðisfirði - Myndir

seydis omar4Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun þar sem lýst er yfir óvissuástandi vegna skriðuhættu á Austfjörðum, í kjölfar mikilla rigninga í fjórðungnum síðasta sólarhring. Mest var úrkoman í nótt, en þá rigndi gríðarlega og mældist úrkoma í Seyðisfirði og á Fáskrúðsfirði meiri en 10 millimetrar á klukkustund þegar mest rigndi í nótt. Veginum í sunnanverðum Seyðisfirði var lokað í morgun vegna skriðuhættu.

Lesa meira

Heyrúlla flaut átta kílómetra með ánni - Myndband

11822761 10204589341190291 6972727024750676599 nMikið flóð varð að Skriðufelli í Jökulsárhlíð í vikunni, í kjölfar mikillar úrkomu. Túnin voru undirlögð vatni eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan, sem var tekið af Stefaníu Malen Stefánsdóttur á Skriðufelli.

Lesa meira

Hagtak átti lægsta boðið í stækkun Vopnafjarðarhafnar

IMG 1089Hafnarnefnd Vopnafjarðarhrepps ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að taka tilboði Hagtaks hf. í Hafnarfirði í dýpkun og breikkun innsiglingar Vopnafjarðarhafnar. Stækka þarf höfnina til að ný skip HB Granda geti athafnað sig svo vel sé.

Lesa meira

Góður gangur í strandveiðum í júlí

bdalsvik hh2Strandveiðar á svæði C, sem nær yfir Austfirði, gengu vel í júlímánuði miðað við tölur frá Fiskistofu. Alls komu á land ríflega 1.157 tonn eða um helmingi meira en ráð var fyrir gert að veitt yrði á svæðinu í mánuðinum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.