Alelda bíll á Reyðarfirði

alelda bill a reydarfirdi10Eldur kom upp í bíl á Reyðarfirði í morgun og varð hann fljótlega alelda. Slökkvilið og lögregla voru kölluð á staðinn og hefur eldurinn nú verið slökktur. Engin slys urðu á fólki.

Bíllinn var sem staðsettur í miðju íbúðahverfi en veðrið var stillt þannig að aldrei varð hætta á að eldurinn bærist í nærliggjandi hús.

Um er að ræða eldri vinnubíl af gerðinni Citroën Berlingo og talið er að kviknað hafi í út frá bensíni. Allir voru komnir út úr bílnum áður en eldurinn kom upp.

Ljósmyndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir og Jón Knútur Ásmundsson. 

alelda bill a reydarfirdi1alelda bill a reydarfirdi10

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Airbnb á Austurlandi: 32 íbúðir eða hús til leigu í þéttbýli

airbnb22Airbnb er vefsíða sem gerir fólki kleift að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna í skemmri eða lengri tíma. Síðan nýtur síaukinna vinsælda á meðal Íslendinga sem sjá tækifæri í að leigja húsnæði sitt út tímabundið á meðan þeir fara sjálfir að ferðast eða fjárfesta í íbúðum til þess eins að leigja þær út.

Lesa meira

Heitavatnslaust á Egilsstöðum í dag

egilsstadir 03072013 0001 webLokað verður fyrir heita vatnið á veitusvæði Hitaveitu Egilsstaða og Fella austan Lagarfljóts eftir hádegi í dag og fram á kvöld vegna tengivinnu við stofnlögn.

Lesa meira

Greiðslukerfi lá niðri: Raðir mynduðust við hraðbanka

11880070 10153024775436497 1754722280 n
Bilun kom upp fyrr í dag í greiðslukerfi fyrirtækisins Verifone, sem áður hét Point. Bilunin hafði þær afleiðingar að fjölmargar verslanir og fyrirtæki gátu ekki tekið við greiðslu með greiðslukortum. Biðraðir hafa myndast við hraðbanka víða um land af þessum sökum.

Lesa meira

Nýr kjarasamningur starfsmanna Alcoa Fjarðaáls samþykktur með yfirburðum

Kjarasamningur Fjardaal 2015 undirritaðirAtkvæðagreiðslu um kjarasamning AFLs og RSÍ við Alcoa Fjarðaál lauk í gær, þriðjudag, og var hann samþykktur með miklum yfirburðum. Á kjörskrá voru 393 starfsmenn og samþykktu 90% þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn, en hann gildir til fimm ára, frá 1. mars 2015 að telja. Alls greiddu 180 starfsmenn atkvæði eða 45,8%.

Lesa meira

Innflutningsbann Rússa hefur áhrif á gríðarlega mörg störf á Austfjörðum

jens gardar stfj mai14Erfitt er að meta áhrif innflutningsbanns Rússa á íslenskan fisk á Austurland en sjávarútvegsfyrirtæki á svæðinu hafa átt í miklum viðskiptum við Rússa. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segir bannið koma harðar niður á Íslendingum en flestum öðrum þjóðum og ekki sé hlaupið að því að finna aðra markaði.

Lesa meira

Leikmaður Hattar rekinn frá félaginu vegna kynþáttafordóma

fotbolti hottur ir1Stjórn Hattar rekstrarfélags hefur ákveðið að reka Georgi Stefanov frá liðinu í kjölfar niðrandi ummæla sem hann lét falla um markvörð Ægis frá Þorlákshöfn í leik Hattar og Ægis síðastliðinn laugardag. Stefanov kom til Hattar frá Búlgaríu í lok lok júlímánaðar og hafði einungis leikið þrjá leiki fyrir félagið.

Lesa meira

Seldi bíl úr landi sem hann átti ekki

heradsdomur austurlands hamar 0010 webKarlmaður á sextugsaldri var nýverið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Austurlands fyrir fjárdrátt. Hann seldi bifreið úr landi sem var í eigu fjármögnunarfyrirtækis.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.