Leikmaður Hattar rekinn frá félaginu vegna kynþáttafordóma

fotbolti hottur ir1Stjórn Hattar rekstrarfélags hefur ákveðið að reka Georgi Stefanov frá liðinu í kjölfar niðrandi ummæla sem hann lét falla um markvörð Ægis frá Þorlákshöfn í leik Hattar og Ægis síðastliðinn laugardag. Stefanov kom til Hattar frá Búlgaríu í lok lok júlímánaðar og hafði einungis leikið þrjá leiki fyrir félagið.

Í yfirlýsingu frá stjórn Hattar rekstrarfélags ehf. sendi frá sér kemur fram að leikmaðurinn hafi gengist við broti sínu og sé miður sín vegna framgöngu sinnar, en viti jafnframt að hann eigi sér engar málsbætur.

Stjórn rekstrarfélagsins biður Brentton Muhammad, leikmenn Ægis og aðra aðstandendur félagsins innilega afsökunar á atvikinu. Einnig biður stjórnin stuðningsmenn Hattar og stuðningsaðila afsökunar.

Yfirlýsingu Hattar rekstrarfélags má lesa í heild sinni hér að neðan.

Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf sem fer með rekstur meistararflokka félagsins í knattspyrnu harmar mjög atvik sem átti sér stað í leik Hattar og Ægis s.l. laugardag þar sem Georgi Stefanov leikmaður Hattar veittist að Brenton Muhammad leikmanni Ægis með niðrandi ummælum. Ummæli sem verða ekki skilin öðruvísi en kynþáttafordómar í garð Brenton.

Stjórnarmenn félagsins hafa rætt málið við viðkomandi leikmann sem hefur gengist við broti sínu. Leikmaðurinn er miður sín vegna framgöngu sinnar og veit að hann hefur engar málsbætur. Hann vill koma á framfæri afsökunarbeiðini sinni til Brenton.
Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf biður Brenton Muhammad, leikmenn Ægis og aðstandendur félagsins innilega afsökunar á umræddu atviki. Einnig vil stjórnin biðja stuðningsmenn Hattar og stuðningsaðila afsökunar.

Frá því að Georgi Stefanov gekk til liðs við Hött hefur hann staðið sig mjög vel innan vallar sem utan og engan skugga borið á hans framkomu. Hann er mjög miður sín fyrir framferði sínu gagnvart Brenton. Það verður hins vegar ekki horft framhjá alvarleika brotsins og því hefur stjórn Hattar rekstrarfélags ehf ákveðið að Georgi Stefanov spili ekki fleiri leiki með félaginu.

Virðingarfyllst,
Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.