Vegurinn í Loðmundarfjörð varð fyrir skemmdum vegna vatnavaxta

seydis omar5Vegurinn frá Borgarfirði yfir í Loðmundarfjörð varð fyrir skemmdum vegna þeirrar gríðarlegu úrkomu sem var á Austfjörðum í fyrrinótt og í gær. Unnið er að viðgerð og reiknað er með því að vegurinn verði orðinn fær í kvöld, samkvæmt Birni Sigurðssyni hjá Vegagerðinni.

„Það rann úr veginum og hann lokaðist en það er verið að vinna í því að laga hann. Það voru miklir vatnavextir í fyrrinótt og í gær sem orsökuðu þetta,“ segir Björn í samtali við Austurfrétt.

Sem áður segir er unnið að viðgerð, en ekki er alveg ljóst hvernig verkið gengur, þar sem unnið er á svæði sem er utan símasambands.

Aðrir vegir á Austurlandi urðu ekki fyrir meiriháttar skemmdum vegna úrkomunnar. „Það voru minniháttar skörð en það vegir rofnuðu hvergi alveg. Þetta var samt alveg gríðarleg úrkoma hérna, sérstaklega með ströndinni,“ segir Björn.

Mynd: Búðará í Seyðisfirði var brún og vatnsmikil í gær. Ómar Bogason tók myndina.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.