Kviknaði í einbýlishúsi á Seyðisfirði

Mikill eldur kom upp í einbýlishúsi á Seyðisfirði á sjötta tímanum í kvöld. Talið er að húsið hafi verið mannlaust þegar eldurinn kom upp, það hefur þó ekki verið staðfest. Slökkvilið var búið að ná tökum á eldinum fyrir klukkan sjö.

Lesa meira

Sverrir fékk þriðjung atkvæða: Austfirðingar tuktuðu mig til

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs verður ekki næsti formaður Alþýðusambands Íslands. Hann beið lægri hlut gegn mótframbjóðandanum Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, á þingi samtakanna í dag. Sverrir varaði forustumenn í hreyfingunni við að fara fram úr almennum félagsmönnum í framboðsræðu sinni í morgun.

Lesa meira

Saga um geysilega þöggun

„Nú halda mér engin bönd eftir langt hlé í eigin sköpun og útkomu tveggja bóka í ár,“ segir rithöfundurinn Steinunn Ásmundsdóttir, sem var að senda frá sér sína sjöttu bók, skáldævisöguna Manneskjusögu. Fyrra útgáfuhóf bókarinnar verður í Eymundsson í Smáralind í dag klukkan 17:00.

Lesa meira

Stemming á Breiðdalsvík á myrkum dögum í októberlok

Breiðdælingar bjóða öllum Austfirðingum í heimsókn á Menningardegi á morgun. Skipulögð dagskrá er í þorpinu frá morgni til kvölds. Fundir um starf landvarða, ljóðakvöld, kótelettukvöld og óhefðbundin messa eru meðal þess sem eru í boði um helgina.

Lesa meira

Jeppi lenti á húsvegg

Mildi er að enginn slasaðist þegar jeppi rakst á útvegg hússins sem hýsir Nettó á Egilsstöðum í gær.

Lesa meira

Núningur við bryggjuna myndaði gat á bátnum

Talið er að gat sem kom eftir núning við bryggju hafi orðið til þess að eikarbáturinn Saga SU 606 sökk í höfninni á Breiðdalsvík aðfaranótt 11. febrúar síðastliðins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar