„Nýja bókin er frekar pólitísk“

Önnur bók listamannsins Hafsteins Hafsteinssonar á Norðfirði kemur út í október og ber nafnið „En við erum vinir“. Um sjálfstætt framhald fyrri bókar hans er að ræða.

Lesa meira

Þrautreyndur þjófur dæmdur í 18 mánaða fangelsi

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi nýverið pólskan karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg innbrot hérlendis, meðal annars á Austfjörðum. Rétt þótt að hneppa manninn í fangelsi í ljósi langs brotaferils víða um Evrópu.

Lesa meira

Sviðssetja leit að flugvél í fljótinu

Íbúar á Fljótsdalshéraði eiga hvorki að láta sér bregða við að sjá ljós á Lagarfljóti í kvöld né reyk stíga upp frá flugvellinum á Egilsstöðum á laugardag. Hvort tveggja mun eiga uppruna sinn í flugslysaæfingu sem haldin verður um helgina.

Lesa meira

Jakkafatajóga á Egilsstöðum

„Jakkafatajóga eru jógatímar sem eru sérsniðnir að fólki á vinnutíma. Við mætum á staðinn á fyrirfram ákveðnum tíma í samráði við stjórnendur. Leiðum stuttan og hnitmiðaðan jógatíma sem tekur aðeins 20 mínútur þannig að nú er engin afsökun að segjast ekki hafa tíma fyrir heilsuræktina þegar hún mætir til þín á þennan hátt,“ segir Eygló Egilsdóttir, eigandi fyrirtækisins Jakkafatajóga sem hefur starfsemi á Egilsstöðum í október.

Lesa meira

„Ekki staða sem Seyðfirðingar eða Austfirðingar geta unað“

Forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði segir það áfall að ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum við Fjarðarheiðargöng fyrr en eftir tíu ár í nýrri samgönguáætlun. Seyðfirðingar binda vonir við að áætlunin breytist í meðförum Alþingis.

Lesa meira

Nýr vegur um Vatnsskarð á næsta ári

Nýr vegur um Vatnsskarð eystra verður stærsta nýframkvæmdin í vegagerð á Austurlandi á næstu árum verði fimm ára samgönguáætlun samþykkt óbreytt. Hún var formlega lögð fram á Alþingi í gær.

Lesa meira

„Börnin eru alveg dolfallin“

„Pétur og úlfurinn er sígilt verk sem Bessi Bjarnason gerði ódauðlegt fyrir okkur öll á sínum tíma,“ segir Karna Sigurðardóttir, forstöðukona Menningarstofu Fjarðabyggðar, en kvintettinn NA5 flytur verkið í Fellabæ og á Breiðdalsvík á laugardaginn.

Lesa meira

Ókeypis námskeið í pakistanskri matargerð á Seyðisfirði

„Þegar ég kom til landsins fyrir tíu árum síðan var ekki einu sinni hægt að kaupa turmeric í Bónus. Það er nú sem betur allt að breytast og ég vil taka þátt í þeirri breytingu,“ segir Azfar Karim frá Pakistan, sem ætlar að kenna matargerð frá sínu heimalandi á Seyðisfirði á laugardaginn.

Lesa meira

Vegagerð hafin í Skriðdal

Framkvæmdir eru hafnar við nýjan veg fyrir botni Skriðdals. Héraðsverk er aðalverktaki við verkið sem á að vera klárt næsta haust.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.