„Möguleikarnir eru nokkurn veginn endalausir“

Heilbrigðisstofnun Austurlands sýndi nýjan fjarlækningabúnað á náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim. Hrönn Garðarsdóttir, yfirlæknir á Egilsstöðum, segir búnaðinn kærkomna viðbót við tækjakost HSA og muni hjálpa til við það erfiða landslag sem stofnunin stríðir við vegna læknaskorts.

Lesa meira

„Þetta er það erfiðasta sem við höfum gert hingað til“

„Markmið söfnunarinnar er að styrkja börnin og fjölskyldu á erfiðum tíma. Sorgin er næg þótt fjárhagsáhyggjur bætist ekki ofan á,“ segir Anna Hólm Stefánsdóttir á Egilsstöðum, systir Írisar Daggar Stefánsdóttur, sem lést aðfaranótt miðvikudags eftir að hafa fengið blóðtappa í höfuðið.

Lesa meira

„Við stefnum hátt“

„Það er mikill heiður og hvatning að fá slík verðlaun,“ segir Hákon Hansson formaður stjórnar Breiðdalsseturs, en hann veitti menningarverðlaunum SSA viðtöku á haustþingi samtakanna sem haldið var á Hallormsstað síðastliðna helgi.

Lesa meira

Forsetahjónin í opinberri heimsókn

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Borgarfjarðar eystri, Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps á morgun og lýkur henni á fimmtudag.

Lesa meira

„Það þýðir ekki að bíða endalaust“

„Nýsköpun er lykillinn að framþróun allra samfélaga og er því nauðsynlegt að koma í veg fyrir stöðnun og jafnvel hnignun þeirra samfélaga sem hafa reitt sig á svipaðan atvinnubúskap ár frá ári,“ segir Daníel G. Daníelsson, verkefnafulltrúi hjá Icelandic Startups, sem hvetur alla til að senda inn umsókn í frumkvöðlakeppnina Gulleggið, en frestur til þess rennur út þann út 12. september næstkomandi.

Lesa meira

„Við köllum eftir mjólkurfræðinemum“

„Stéttin er að eldast og það eru ekki nema þrír til fjórir í náminu á ári þannig að endurnýjunin er ekki næg,“ segir mjólkurfræðingurinn Þorsteinn Ingi Steinþórsson, sem stóð vaktina fyrir útibú Mjólkursamsölunnar á Egilsstöðum á náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.