„Forritun er færni til framtíðar“

„Þegar ég tók við starfinu byrjaði ég á því að fara yfir stöðuna til þess að átta mig á því hvaða búnaður væri til og satt best að segja var hún ekki beisin,“ segir Birgir Jónsson, skólastjóri Grunnskóla Eskifjarðar, sem á dögunum barst höfðingleg gjöf frá Eskju til eflingar tæknikennslu.

Lesa meira

Felld tré öðlast framhaldslíf

Fyrirtækið Skógarafurðir í Fljótsdal biðlar til garðeigenda að henda ekki trjám sem þeir hafa fellt í görðum sínum. Fyrirtækið býðst til að sækja trjáboli sem nýtilegir eru í framleiðslu.

Lesa meira

Frumkvöðlar læra að virkja íbúa í brothættum byggðum

Alþjóðlegu verkefni sem miðar að því að efla frumkvöðla í brothættum byggðum var hleypt af stokkunum á Borgarfirði eystra í vikunni. Þátttakandi segir áhugavert að læra hvernig nýta megi kraftinn í heimafólki.

Lesa meira

Lykilatriði að láta vita ef skrýtinn hlutur finnst

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gerðu á mánudag óvirka sprengju sem fjórir ungir drengir í fjöruferð fundu í Seyðisfirði. Sprengjan var virk og ljóst að illa hefði farið ef hún hefði sprungið í meðförum drengjanna. Móðir segir mikilvægt að útskýra fyrir börnum hvernig bregðast eigi við ef þau finni skrýtna hluti.

Lesa meira

Söknuðu unga fólksins

„Mætingin var mjög góð þó svo við hefðum viljað sjá fleiri af markhópnum okkar, sem var ungt fólk í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólanemar,“ segir Bára Dögg Þórhallsdóttir, verkefnastjóri náms- og atvinnulífssýningarinnar Að heiman og heim, sem haldin var á Egilsstöðum síðastliðin laugardag.

Lesa meira

Ráðherra heitir að gera það sem hægt er til að manna heilbrigðisþjónustuna

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á næstu dögum muni líta dagsins ljós stefnumörkun sem að hluta nýtist til að bregðast við erfiðleikum í mönnun heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Bundnar eru vonir við fjarheilbrigðisþjónustu þar sem illa gengur að manna stöður.

Lesa meira

Aflamet hjá Gullveri og Ljósafelli

Vel hefur fiskast á árinu hjá austfirskum skipum. Hin gamalgrónu fley Ljósafell og Gullver settu aflamet fyrr í mánuðinum.

Lesa meira

Nenad hættur hjá Hetti: Fannst sem það vantaði nýtt blóð

Nenad Zivanoic, þjálfari Hattar í annarri deild karla í knattspyrnu, hefur komist að samkomulagi við stjórn félagsins að láta af störfum þegar í stað. Gamalreyndir Hattarar taka við liðinu með það að markmiði að bjarga því frá falli.

Lesa meira

Mikilvægt að sýna unga fólkinu hvað hægt er að fást við á Austurlandi

Um 50 fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök kynna starfsemi sýna á náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim sem haldin er á Egilsstöðum í dag. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir mikilvægt að vekja reglulega athygli á fjölbreyttu atvinnulífi í fjórðungnum.

Lesa meira

Sýna tækifærin sem eru á Austurlandi

Um fimmtíu fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök munu taka þátt í náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim sem haldin verður um á laugardag í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á vegum samtakanna Ungs Austurlands. Formaður samtakanna segir skipta máli að vekja athygli á þeim atvinnutækifærum sem í boði eru í fjórðungnum áður en fólk hverfi úr honum til náms.

Lesa meira

Leyfismál hreindýraveiðifólks í lagi

Leyfismál hreindýraveiðifólks virðast almennt vera í góðu lagi. Enginn hefur verið staðinn að ólöglegum veiðum en Umhverfisstofnun hefur undanfarna daga sinnt eftirliti með veiðunum.

Lesa meira

Meintir innbrotsþjófar enn ófundnir

Lögreglan á Austurlandi hefur ekki enn haft á aðilum sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að fara inn í mannlaus hús á svæðinu í gær þrátt fyrir mikla leit. Lögreglan hefur hins vegar gefið út lýsingu á mönnunum. Í nógu var að snúast hjá lögreglunni um síðustu helgi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.