Orkumálinn 2024

Núningur við bryggjuna myndaði gat á bátnum

Talið er að gat sem kom eftir núning við bryggju hafi orðið til þess að eikarbáturinn Saga SU 606 sökk í höfninni á Breiðdalsvík aðfaranótt 11. febrúar síðastliðins.

Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um atvikið.

Sterkur vindur, sem fór upp í allt að 30 m/s í hviðum, stóð af hafi um nóttina svo til beint á bakborðshlið bátsins sem lá bundinn við flotbryggju.

Í skýrslunni kemur fram að sýnileg sé dæld í trébita á bryggjunni og skemmd, um metri að lengd, sé á samskeytum þilfars og lestar á stjórnborðshlið Sögu. Þar var fúi í efsta borðinu og telur nefndin að þar hafi orðið til gat þannig að sjór komst niður í lestina með þeim afleiðingum að báturinn sökk.

Báturinn var dæmdur ónýtur eftir að honum hafði verið lyft upp úr höfninni. Saga var gerð út til sjóstangveiða og smíðuð á Fáskrúðsfirði árið 1979.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.