Húsið ónýtt eftir eldinn

Einbýlishús á Seyðisfirði, byggt fyrir aldamótin 1900, er ónýtt eftir eldsvoða í kvöld. Staðfest er að enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Lesa meira

Jeppi lenti á húsvegg

Mildi er að enginn slasaðist þegar jeppi rakst á útvegg hússins sem hýsir Nettó á Egilsstöðum í gær.

Lesa meira

Kviknaði í einbýlishúsi á Seyðisfirði

Mikill eldur kom upp í einbýlishúsi á Seyðisfirði á sjötta tímanum í kvöld. Talið er að húsið hafi verið mannlaust þegar eldurinn kom upp, það hefur þó ekki verið staðfest. Slökkvilið var búið að ná tökum á eldinum fyrir klukkan sjö.

Lesa meira

Sverrir fékk þriðjung atkvæða: Austfirðingar tuktuðu mig til

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs verður ekki næsti formaður Alþýðusambands Íslands. Hann beið lægri hlut gegn mótframbjóðandanum Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, á þingi samtakanna í dag. Sverrir varaði forustumenn í hreyfingunni við að fara fram úr almennum félagsmönnum í framboðsræðu sinni í morgun.

Lesa meira

Saga um geysilega þöggun

„Nú halda mér engin bönd eftir langt hlé í eigin sköpun og útkomu tveggja bóka í ár,“ segir rithöfundurinn Steinunn Ásmundsdóttir, sem var að senda frá sér sína sjöttu bók, skáldævisöguna Manneskjusögu. Fyrra útgáfuhóf bókarinnar verður í Eymundsson í Smáralind í dag klukkan 17:00.

Lesa meira

Stemming á Breiðdalsvík á myrkum dögum í októberlok

Breiðdælingar bjóða öllum Austfirðingum í heimsókn á Menningardegi á morgun. Skipulögð dagskrá er í þorpinu frá morgni til kvölds. Fundir um starf landvarða, ljóðakvöld, kótelettukvöld og óhefðbundin messa eru meðal þess sem eru í boði um helgina.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar