Flugfarþegum fækkaði minnst á Austurlandi í ágúst

Á heildina litið fækkaði innanlands flugfarþegum hlutfallslega minnst á landinu öllu á Austurlandi í ágúst. Alls fækkaði flugfarþegum í mánuðinum um yfir helming en á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 36.7% miðað við sama mánuð í fyrra.

Lesa meira

Heyskapur gengið bölvanlega hjá mörgum bændum á Austurlandi

„Þetta hefur bara gengið hreint bölvanlega í sumar og ég er ekki einn í þeirri stöðu hér í grendinni,“ segir Þórarinn Páll Andrésson bóndi á Fljótsbakka. Tún hans urðu fyrir miklum kalskemmdum í vor og síðan komu þurrkar í sumar sem gerðu ástandið enn verra.

Lesa meira

Dæmdur fyrir að ráðast á annan mann í rekkju sinni

Karlmaður hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ryðjast inn á heimili annars manns og ráðast að honum. Hann var sýknaður af ákæru um eignaspjöll og hafa tekið manninn kverkataki.

Lesa meira

Íbúar Austurlands fá 40% afslátt af flugi til Reykjavíkur

Íbúar á Austurlandi munu fá 40% afslátt af flugmiðum til og frá Reykjavík. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á blaðamannafundi í flugstöðinni á Egilisstöðum sem nú stendur yfir.

Lesa meira

Opinn framboðsfundur í nýju sveitarfélagi

Austurfrétt/Austurglugginn í samstarfi við sveitarfélagið Fljótsdalshérað, standa fyrir opnum framboðsfundi með fulltrúum framboða til sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Lesa meira

UMF Þristur hlaut Hermannsbikarinn

Á sambandþingi UÍA sem fram fór á dögunum var tilkynnt að UMF Þristur hlyti Hermannsbikarinn fyrir árið 2019 fyrir útivistarnámskeiðin sem félagið hefur byggt upp með góðum árangri undanfarin ár.

Lesa meira

Góður árangur er ekki sjálfgefinn

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi telur ástæðu til þess að vekja athygli á góðum árangri sem náðst hefur í baráttunni við Covid-19 veiruna í fjórðungnum og á landsvísu. Síðast greindist smit á Austurlandi þann 16. ágúst.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.