Góður árangur er ekki sjálfgefinn

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi telur ástæðu til þess að vekja athygli á góðum árangri sem náðst hefur í baráttunni við Covid-19 veiruna í fjórðungnum og á landsvísu. Síðast greindist smit á Austurlandi þann 16. ágúst.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnarinnar frá í dag.

„Slíkt er ekki sjálfgefið og full ástæða til að klappa okkur og náunga okkar á bakið fyrir árvekni og samviskusemi. Gott hjá okkur,“ segir þar.

Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun með 85 farþega. Móttaka þeirra og skimun gengu vel.

Enginn er í einangrun með smit á Austurlandi en einn í sóttkví samkvæmt Covid.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.