Góður árangur er ekki sjálfgefinn

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi telur ástæðu til þess að vekja athygli á góðum árangri sem náðst hefur í baráttunni við Covid-19 veiruna í fjórðungnum og á landsvísu. Síðast greindist smit á Austurlandi þann 16. ágúst.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnarinnar frá í dag.

„Slíkt er ekki sjálfgefið og full ástæða til að klappa okkur og náunga okkar á bakið fyrir árvekni og samviskusemi. Gott hjá okkur,“ segir þar.

Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun með 85 farþega. Móttaka þeirra og skimun gengu vel.

Enginn er í einangrun með smit á Austurlandi en einn í sóttkví samkvæmt Covid.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar