Flugfarþegum fækkaði minnst á Austurlandi í ágúst

Á heildina litið fækkaði innanlands flugfarþegum hlutfallslega minnst á landinu öllu á Austurlandi í ágúst. Alls fækkaði flugfarþegum í mánuðinum um yfir helming en á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 36.7% miðað við sama mánuð í fyrra.

Þetta kemur fram á vefsíðunni túristi.is sem aftur uppbyggir á upplýsingum frá Isavia. Sem fyrr segir fækkaði flugfarþegum á landinu í heild um meir en helming eða um 52,5%. Mest var fækkunin á Reykjavíkurflugvellli eða 56,4%, á Akureyrarflugvelli 53,7% og á öðrum flugvöllum um 47,2%,

Svipaða þróun má einnig sjá í júlímánuði en þá fækkaði flugfarþegum um Egilsstaðaflugvöll um 21% en um 40,6% að jafnaði á öðrum flugvöllum landsins.

Á sama tíma varð algert hrun í fjölda flugfarþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll. Þeim fækkaði um 84% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.