Opinn framboðsfundur í nýju sveitarfélagi

Austurfrétt/Austurglugginn í samstarfi við sveitarfélagið Fljótsdalshérað, standa fyrir opnum framboðsfundi með fulltrúum framboða til sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Fundurinn verður haldinn þriðjudagskvöldið 15. september klukkan 20:00. Fundinum verður sent út beint í gegnum Facebook-síðu Austurfréttar. Vegna samkomutakmarkana verða engir áhorfendur í sal.

Gert er ráð fyrir að tveir fulltrúar frá hverju framboði taki þátt í fundinum. Fundurinn hefst með framsöguræðum en að þeim loknum svara frambjóðendur fyrirspurnum.

Íbúar sveitarfélaganna geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig verður hægt að senda spurningar meðan fundi stendur í gegnum forritið Mentimeeter, hið sama og notað var á íbúafundum um sameininguna í fyrra.

Fundarstjóri verður Róbert Ragnarsson, verkefnastjóri við sameiningu sveitarfélaganna. Starfsfólk Fljótsdalshéraðs heldur utan um útsendinguna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.