Hrósa skipuleggjendum viðburða fyrir smitvarnir

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi vill hrósa Austfirðingum fyrir hversu vel þeir hafa tryggt leiðbeiningum um smitvarnir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórninni í dag.

Þar segir að ástæða sé til að hrósa þeim fjölmörgu sem hyggi á mannfagnaði í haust, leiksýningar og fleira, sem kappkosti í aðdragandanum að tryggja að öllum smitvarnareglum og leiðbeiningum sé fylgt.

Sýnilegt sé að íbúar séu meðvitaðir um viðkvæmt ástand, hversu lítið megi út af bregða og hve mikilvægt sé að öllum takist í sameiningu að halda núverandi stöðu. Á meðan það sé viðhorfið sé hægt að horfa björtum augun á framhaldið.

Enginn er í einangrun né í sóttkví á Austurlandi og er það eini landshlutinn sem státar af slíkri stöðu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.