Enginn lengur í einangrun á Austurlandi vegna COVID

Austurland er sá fjórðungur landsins sem greinilega hefur gengið best í að halda nýjasta COVID faraldrinum í skefjum. Samkvæmt tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Austurlandi í dag er enginn einstaklingur lengur í einangrun á Austurlandi.

 

Lesa meira

Rannsókn sögð í góðum farvegi

Einn sætir farbanni í hnífsstungumáli á Akureyri um síðustu helgi. Ungmennafélagið Einherji á Vopnafirði hefur ákveðið að leikmaður félagsins, sem grunaður er um aðild að málinu, æfi hvorki né keppi með því meðan það er í rannsókn en segir atburðarásina aðra en komið hafi fram.

Lesa meira

Hinn nýi Börkur er kominn til Skagen

Börkur, hinn nýi togari Síldarvinnslunnar (SVN) er komin til Skagen í Danmörku. Þar verður smíði togarans lokið. Börkur var dreginn til Skagen frá Gdynja í Póllandi.

Lesa meira

Þórunn vill bætur til bænda vegna kalskemmda

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á alþingi í upphafi vikunnar kom fram að fyrir Bjargráðasjóði liggja nú samtals 271 umsókn frá bændum austan- og norðanlands vegna 4.700 hektara af kalskemmdum. Ráðherra segir að lítið fé sé til staðar í sjóðnum.
Eins og fram hefur komið áður ollu kalskemmdir í túnum bændum hér Austanlands töluverðum búsifjum í sumar og var heyfengur á sumum bæjum ekki nema svipur hjá sjón miðað við fyrri sumur.

Lesa meira

Jólasíld Síldarvinnslunnar komin í verkun

Hjá Síldarvinnslunni (SVN) er verkun jólasíldarinnar í ár hafin. Það fá færri en vilja að smakka á þessari síld því hún er eingöngu verkuð fyrir starfsfólk SVN og velunnara.

Lesa meira

Andlát: Elma Guðmundsdóttir

Hulda Elma Guðmundsdóttir, fyrrum ritstjóri Austurlands og bæjarfulltrúi í Neskaupstað, lést í gær 77 ára að aldri á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík.

Lesa meira

Gauti fyrsti forseti sveitarstjórnar Múlaþings

Gauti Jóhannesson, oddviti Sjálfstæðisflokks, verður forseti bæjarstjórnar i sveitarfélaginu Múlaþingi. Kosið var í ráð og nefndir, þar á meðal heimastjórnir, á fyrsta fundi sveitarstjórnar hins nýja sveitarfélags í gær. Miðflokkurinn fékk enga fulltrúa með atkvæðisrétt í ráð og nefndir.

Lesa meira

Ný póstbox sett upp á Egilsstöðum og Eskifirði

Verið er að setja upp ný póstbox á Egilsstöðum og Eskifirði. Með þessum boxum hefur fólk aðgengi að póstþjónustu allan sólarhringinn. Alls mun Pósturinn setja upp þessi nýju box á 40 stöðum á landinu. Jafnframt er verið að koma upp nýjum Pakkaportum.

Lesa meira

Samþykktu niðurrif Gömlu rafstöðvarinnar á Vopnafirði

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps hefur samþykkt að húsið að Hafnarbyggð, einnig þekkt sem Gamla rafstöðin, 16 verði rifið. Deildar meiningar hafa verið um málið á Vopnafirði en húsið á sér merka sögu.

Lesa meira

Nafnið Múlaþing samþykkt samhljóða

Sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fyrsta fundi sínum í gær að sameinað sveitarfélag muni heita Múlaþing.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.