Orkumálinn 2024

50 káetum bætt við Norrænu

Ferjan Norræna, sem siglir til Seyðisfjarðar, mun ekki verða í siglingum frá jólum fram í byrjun mars. Miklar endurbætur eru framundan á ferjunni en heilli hæð verður bætt ofan á hana.

Lesa meira

Telur Jón Björn besta kostinn út kjörtímabilið

Rúnar Gunnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Fjarðabyggð, telur Jón Björn Hákonarson besta kostinn í starf bæjarstjóra það sem eftir er kjörtímabils, líkt og ákveðið var af bæjarráð í gær. Hann segir nýja bæjarstjórann þurfa að leiða erfið mál til lykta.

Lesa meira

Nýlundabúðin komin á YouTube og Facebook

Nýlundabúðin sem vakti mikla athygli á Borgarfirði eystra í sumar er nú komin á Youtube og Facebook. Um er að ræða myndband sem þær Elín Elísabet Einarsdóttir og Rán Flygenring gerðu um þessa merkilegu uppákomu sína.

Lesa meira

Miklir erfiðleikar steðja að Tækniminjasafninu

Fram kemur í nýlegri fundargerð menningarnefndar Seyðisfjarðar að miklir erfiðleikar steðja nú að Tækniminjasafni bæjarins. „Er ljóst að fara þarf í mikla fjáröflunar- og skipulagsvinnu varðandi rekstur og faglega starfsemi safnsins,“ segir m.a. í fundargerðinni.

Lesa meira

Herða varúðarráðstafanir á Djúpavogi út af Covid-19

Djúpavogshreppur hefur gripið til ráðstafna til að stemma stigu við að Covid-19 veiran dreifi sig um sveitarfélagið. Tveir íbúar voru settir í sóttkví í gær en skipsáhöfn sem kom þar við fyrir rúmi viku greindist öll með veiruna. Enginn hefur enn greinst á Djúpavogi. 

Lesa meira

Mokveiði á síldarmiðunum

Síldarvertíðin hefur gengið afar vel til þessa og skipin stoppa stutt á miðunum. Landað var úr Beiti NK í fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um helgina og aðfaranótt mánudags kom Börkur NK með 1.050 tonn sem fengust í tveimur holum.

Lesa meira

Segir rekstur Fjarðabyggðar hafa farið í ranga átt

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Fjarðabyggðar sat hjá á fundi þess í kvöld þar sem gengið var frá ráðningu Jóns Björns Hákonarsonar, oddvita Framsóknarflokksins, sem nýs bæjarstjóra og öðrum breytingum á nefndaskipan því samhliða.

Lesa meira

Mikil úrkoma í kortunum á Austfjörðum

Gul veðurviðvörun er áfram í gildi á Austfjörðum en spáð er mjög mikilli úrkomu þar í dag. Á kortinu sem fylgir með þessari frétt má sjá stöðuna eins og hún er talin verða um fjögurleytið.

Lesa meira

Fyrsti dagurinn viðburðaríkur

Jón Björn Hákonarson mætti til vinnu í morgun í fyrsta sinn sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hann lýsir fyrsta deginum sem viðburðaríkum en framundan eru ýmis krefjandi úrlausnarefni.

Lesa meira

„Rétta leiðin til að tryggja samfellu í starfinu“

Eydís Ásbjörnsdóttir, nýr forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir það góða leið til að tryggja samfellu í starfi Fjarðabyggðar að Jón Björn Hákonarson taki við sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar af Karli Óttari Péturssyni sem lét af störfum í morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.