Nafnið Múlaþing samþykkt samhljóða

Sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fyrsta fundi sínum í gær að sameinað sveitarfélag muni heita Múlaþing.

Fyrir nýkjörnum fulltrúum í sveitarstjórn lágu niðurstöður könnunar sem gerð var samhliða forsetakosningunum síðasta sumar um nafnið, umsögn Örnefnanefndar og athugasemdum frá Sigurjóni Bjarnasyni, formanni Sögufélags Austurlands.

Nafnið Múlaþing fékk flest atkvæði í könnuninni í sumar og með hliðsjón af því, sem öðrum fyrrnefndum gögnum, var borin upp tillaga um að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Múlaþing.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal ákvörðun af þessari stærðargráðu vera rædd tvisvar í sveitarstjórn með viku millibili og mun málið því aftur verða tekið til staðfestingar þá. Samkvæmt fundargerð fundarins í gær var tillagan um nafnið samþykkt samhljóða. Enginn annar tók til máls undir fundinum en Stefán Bogi Sveinsson, formaður nafnanefndarinnar.

Þá var samþykkt á fundinum í gær að sveitarstjórn fundi annan miðvikudag í hverjum mánuði, nema í júlí, klukkan 14:00. Fundarstaður verður auglýstur fyrir hvern fund en stefnt er að því að funda víðsvegar um sveitarfélagið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.