Ný póstbox sett upp á Egilsstöðum og Eskifirði

Verið er að setja upp ný póstbox á Egilsstöðum og Eskifirði. Með þessum boxum hefur fólk aðgengi að póstþjónustu allan sólarhringinn. Alls mun Pósturinn setja upp þessi nýju box á 40 stöðum á landinu. Jafnframt er verið að koma upp nýjum Pakkaportum.

„Við erum alveg ótrúlega ánægð að uppsetning sé hafin en á næstu vikum munum við setja upp Póstbox á hinum ýmsu stöðum á landinu,“ segir Elvar Bjarki Helgason, forstöðumaður söludeildar Póstsins í umfjöllun um málið á vefsíðu Póstsins.

„Það er okkar trú að Póstbox sé einn mikilvægasti þátturinn í þjónustuveitingu okkar til framtíðar en þau eru aðgengileg allan sólarhringinn og auðvelda þar með viðskiptavinum okkar að nálgast sendingar á þeim tímum sem þeim hentar. Þegar öll boxin eru komin upp munu viðskiptavinir geta valið að fá sendingar í það Póstbox sem þeim hentar í nýju appi sem kynnt verður til leiks innan skamms. Við hlökkum til að kynna viðskiptavini okkar enn betur fyrir Póstboxum, Pakkportum og appinu." 

Elvar Bjarki segir einnig að Pósturinn sé að bæta þjónustu sína mikið með þessum viðbótum. „Og ekki síst á landsbyggðinni þar sem við erum sannarlega að boða byltingu í póstþjónustu,“ segir hann.

Mynd: Facebook

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.