Árétta mikilvægi sóttvarna í vetrarfríum

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur þá sem hyggja á ferðir í sumarbústaði í öðrum landshlutum í vetrarfríum skóla að huga sérstaklega að smitvörnum vegna Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

Hafnarbyggð 16 fellur ekki undir verndarákvæði um minjar

Þuríður Elísa Harðardóttir minjavörður Austurlands segir að húsið Hafnarbyggð 16, Gamla rafstöðin, á Vopnafirði falli ekki undir verndarákvæði laga um menningarminjar. Minjastofnun harmar hinsvegar ákvörðun um að rífa húsið og hvetur til þess að leitað sé annarra leiða og því fundið hlutverk.

Lesa meira

Þyrlan sparaði rúma tvo daga í vinnu - Myndband

RARIK notaði þyrlu til að klára Mjóafjarðarlínu í gærdag og allt gekk eins og best var á kosið. Raunar gekk verkið betur en bjartsýnustu vonir gerðu ráð fyrir.

Lesa meira

Hálkublettir víða á Austurlandi

Hálkublettir eru víða á Austurlandi en helst á fjallvegum að því er segir á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Lesa meira

Blængur NK fer í mánaðartúr í Barentshafið

Frystitogarinn Blængur NK mun halda til veiða í Barentshafi á morgun. Reiknað er með að veiðiferðin muni taka 34 daga. Það mun taka skipið um þrjá og hálfan sólarhring að sigla á þessi mið.

Lesa meira

Vinna við snjóflóðavarnir í Neskaupstað hálfnuð

Framkvæmdum við þriðja áfanga snjóflóðavarna, byggingu varnargarðs og keila, ofan byggðar í Neskaupstað eru nú í fullum gangi og miðar vel áfram. Vinna við verkið hófst í júlí 2019 og er áætlað að henni ljúki í desember 2021. Framkvæmdir hafa gengið mjög vel og er verkið um það bil hálfnað.

 

Lesa meira

Selur nýupptekið kál á Egilsstöðum

Margrét Árnadóttir garðyrkjubóndi á Hallfreðarstöðum býður fólki á Egilsstöðum og nágrenni upp á nýupptekið kál til sölu. Hún ræktar það á lóð Barra á Valgerðarstöðum. Tegundirnar sem enn eru í boði eru hvítkál, hnúðkál og grænkál.

Lesa meira

Vinnu við Mjóafjarðarlínu er lokið

Vinnu við Mjóafjarðarlínu lauk í gærdag. Því miður tókst ekki að ljúka öllum tengingum og er áframhaldandi vinna áætluð á morgun ef verður leyfir. Rafmagnslaust verður þá utan við Hánefsstaði og rafmagnstruflanir í Mjóafirði í dag frá kl 11 til 16 vegna vinnu við háspennustreng i Brekkugjá.

Lesa meira

Komnar með prjónadagbók á Karolina Fund

Þær Bylgja Borgþórsdóttir og Esther Ösp Gunnarsdóttir eru komnar á Karolina Fund þar sem þær hyggjast afla sér fjár til að gefa út Prjónadagbókin mín. Eins og nafnið gefur til kynna er um nokkurskonar verkdagbók að ræða þar sem prjónakonur geta skráð prjónaverk sín á persónulegan hátt.

Lesa meira

Hvetja fjölskyldur til að verja vetrarfríinu eystra

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands beinir því til foreldra og forráðamanna að leggja ekki í langferðir í vetrarfrí grunnskólanna sem hefst á næstu dögum til að fyrirbyggja útbreiðslu Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.