Orkumálinn 2024

Vinnu við Mjóafjarðarlínu er lokið

Vinnu við Mjóafjarðarlínu lauk í gærdag. Því miður tókst ekki að ljúka öllum tengingum og er áframhaldandi vinna áætluð á morgun ef verður leyfir. Rafmagnslaust verður þá utan við Hánefsstaði og rafmagnstruflanir í Mjóafirði í dag frá kl 11 til 16 vegna vinnu við háspennustreng i Brekkugjá.

Þetta kemur fram á vefsíðu RARIK. Verktakinn Sveinn Guðjónsson fjallar um málið á Facebook síðu sinni.

„Æfintýri dagsins þrífasað í Mjóafjörð með Rarik. Lengsta línuspan á Íslandi rúmir 900 metrar. 2017 og 2019 lögðum við þriggja fasa jarðstreng ásamt ljósleiðarastreng úr minni Austdals í Seyðisfirði og í Brekkuþorp í Mjóafirði um 10 kílómetra leið“ segir Sveinn.

„Og þá var eftir um 400 metra þverhnípi niður í Brekkugjá sem strengir voru strengdir á í dag með aðstoð þyrlu og gékk þetta verk vel í frábæru veðri og sirka fimm stiga frosti. Gamla spanið sem strengt var þarna niður 1975 verður látið standa áfram sem varaleið. Flottur dagur á fjöllum í dag.“

Mynd: Facebook

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.