Árétta mikilvægi sóttvarna í vetrarfríum

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur þá sem hyggja á ferðir í sumarbústaði í öðrum landshlutum í vetrarfríum skóla að huga sérstaklega að smitvörnum vegna Covid-19 faraldursins.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnarinnar í dag.

Þar segir að vegna vetrarfría megi búast við að talsverður fjöldi íbúa úr öðrum landshlutum leggi leið sína í sumarhús á Austurlandi. Áður hefur aðgerðastjórnin hvatt Austfirðinga til að halda sig sem mest í fjórðungnum.

Vegna þessa er hvatt til aðgæslu, bæði heimamanna og gesta. Þar skipta mestu máli fjarlægðarmörk, notkun gríma, handþvottur og bera spritt á sneritfleti.

„Áskoranir okkar hér í fjórðungnum á COVID tímum hafa verið allskonar og síbreytilegar. Það mun ekki breytast á næstunni. Smitvarnir hafa hinsvegar að mestu verið hinar sömu frá byrjun samanber áréttingu hér að ofan. Höldum þeim vörnum uppi og tryggjum þannig áframhaldandi góða stöðu á Austurlandi,“ segir í tilkynningunni.

Enginn er með virkt smit á Austurlandi en þrír einstaklingar í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.