Hafnarbyggð 16 fellur ekki undir verndarákvæði um minjar

Þuríður Elísa Harðardóttir minjavörður Austurlands segir að húsið Hafnarbyggð 16, Gamla rafstöðin, á Vopnafirði falli ekki undir verndarákvæði laga um menningarminjar. Minjastofnun harmar hinsvegar ákvörðun um að rífa húsið og hvetur til þess að leitað sé annarra leiða og því fundið hlutverk.

„Húsið hefur ekki náð þeim aldri að falla undir ákvæði laga um menningarminjar sem Minjastofnun starfar eftir,“ segir Þuríður Elísa. „Húsið er hvorki friðlýst, né friðað sökum aldurs það er reist árið 1925 eða fyrr.“

Fram kemur í máli Þuríðar Elísu að eina úrræðið sem stofnunin hefur til beinna afskipta í tilvikum sem þessum er að gera tillögur til ráðherra um friðlýsingu hússins en ekki er fyrirhugað að beita því ákvæði í þessu tilviki.

Húsið hefur gildi sem höfundarverk Sigvalda Thordarson arkiteksts í hans heimabyggð.

Í fyrri umfjöllun Austurfréttar kom fram að deildar meiningar hafa verið um málið á Vopnafirði en húsið á sér merka sögu.
Meirihluti sveitarstjórn staðfesti á nýlegum fundi sínum niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar í málinu um að aflétta hverfisvernd af húsinu og samþykkti þar með að láta vinna vinnslutillögu vegna breytingarinnar. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknarflokks og Betra Sigtúns en báðir fulltrúar minnihluta Samfylkingarinnar greiddu atkvæði á móti.

Sigvaldi er í hópi þekktustu arkitekta á Íslandi og eftir hann liggja fjölmörg einbýlis- og fjölbýlishús auk bygginga víða um land. Hann var einnig þekktur fyrir að hanna oft húsgögn og innréttingar í þau hús sem hann teiknaði. Og sterkir litir voru einkennismerki hans í húsahönnun. Á wikipedia segir þanng: „Byggingar hans einkennast af sterkum litum oft gulum og bláum með hvítu sem nú eru oft kallaðir Sigvaldalitir.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.