Ábyrgð að senda starfsmenn frá höfuðborgarsvæðinu út á land

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands minnir atvinnurekendur á að gæta fyllstu varúðar þegar starfsmenn eru sendir til starfa frá höfuðborgarsvæðinu út á land.

Þetta kemur fram í tilkynningu dagsins frá aðgerðastjórninni.

Þar kemur fram að nokkuð hafi verið um að hópar stafsmanna frá stórum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu komi austur til tímabundinna verkefna. Í slíkum tilfellum sé sérstaklega brýnt að gæta að hópaskiptingum og skipuleggja þau verk sem unnin eru með sóttvarnir í huga.

Þannig verði fáir útsettir ef smit kemur upp, frekar en heilu fyrirtækin, stofnanirnar eða landshlutinn. Í ljósi ástandsins felist ábyrgð bæði í að senda og taka á móti slíkum hópum.

„Gætum að okkur, hólfaskiptum þar sem það á við og höldum áfram öflugum persónulegum sóttvörnum, fjarlægðarmörkum, grímunotkun og handþvotti. Munum að spritta snertifleti. Höldum áfram að gæta fyllstu varúðar og gerum það saman,“ segir í tilkynningunni.

Enginn er með virkt smit á Austurlandi en þrír einstaklingar í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.