Fóðurprammi sökk í Reyðarfirði

Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í gærkvöldi þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Pramminn var sokkinn þegar varðskipið kom á staðinn.

Lesa meira

Líkur á rafmagnstruflunum í rokinu

Landsnet varar við að rafmagnstruflanir geti orðið á Austurlandi í miklu hvassviðri sem spáð er á svæðinu í kvöld og á morgun.

Lesa meira

Reyna að tryggja skriðusvæðið fyrir vindhvellinn

Verktakar sem vinna að hreinsun eftir skriðuföllin á Seyðisfirði hafa seinni partinn í dag reynt að takmarka fok á braki í skriðunni fyrir mikið norðvestan hvassviðri sem spáð er í nótt og fyrramálið. Ekki er talið að óveðrið skapi skriðuhættu á ný.

Lesa meira

Vilji til að endurbyggja Vélsmiðjuna - Myndir

Áhugi er á að endurbyggja Vélsmiðju Jóhanns Hanssonar, eitt helsta sýningarrými Tækniminjasafns Austurlands, en stór hluti hennar er ónýtur eftir að hafa orðið fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfjörð 18. desember. Merkir safnmunir eru ónýtir meðan aðrir virðast ótrúlega heillegir.

Lesa meira

Spá að vindur nái fellibylsstyrk á Austfjörðum

Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun sína fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði úr gulu í appelsínugult. Spáð er að vindur í hviðum á Austfjörðum fari yfir 45 m/s sem er fellibylsstyrkur.

Lesa meira

Nánast allar björgunarsveitir á Austurlandi að störfum

Nánast allar björgunarsveitir á svæðinu milli Þórshafnar og Djúpavogs hafa verið kallaðar út á einhverjum tímapunkti í dag vegna óveðurs. Fyrstu útköll bárust um klukkan 8:00 í morgun á Neskaupsstað og var þó nokkuð mikið af verkefnum á borði björgunarsveitarinnar þar fyrir hádegi.

 

Lesa meira

„Ýmislegt á ferðinni í bænum“

Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað hefur sinnt ýmsum verkefnum í morgun enda aftakaveður í bænum. Rafmagnslaust hefur verið í sunnanverðum Fáskrúðsfirði frá því klukkan átta í morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar