Fóðurprammi sökk í Reyðarfirði

Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í gærkvöldi þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Pramminn var sokkinn þegar varðskipið kom á staðinn.

Á Facebook síðu Landhelgisgæslunnar segir að stjórnstöð Gæslunnar bárust upplýsingar frá starfsmönnum fiskeldisfyrirtækisins í firðinum um að pramminn væri að sökkva og þegar í stað var haft samband við áhöfnina á Þór sem var kölluð út til aðstoðar. Svo vildi einmitt til að varðskipið var statt í firðinum. Áhöfn á Þór gat af þeim sökum brugðist afar hratt við beiðninni.

Vonskuveður var á svæðinu og aðstæður afar krefjandi. Varðskipsmennirnir sjósettu léttbát Þórs og höfðu öflugar sjódælur meðferðis. Þegar áhöfnin á Þór kom á staðinn var ekkert hægt að gera. Pramminn var þá orðinn fullur af sjó og marar nú í kafi. Von er á þjónustuaðilum í fyrramálið til hefja undirbúning þess að koma prammanum aftur á flot.

Talið er að olía sé um borð og hefur Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og fleiri viðeigandi aðilum verið gert viðvart. Varðskipið Þór verður jafnframt til taks á Reyðarfirði ef á þarf að halda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.