Skaðabótamáli Sterna gegn SSA vísað frá dómi

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóm Austurlands um að vísa frá skaðabótamáli sem fyrirtækin Sterna Travel og Bílar og fólk höfðuðu gegn Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi. Fyrirtækin kröfðust tæplega 600 milljóna króna í bætur vegna lögbannsmáls sem SSA höfðaði gegn akstri fyrirtækjanna milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaða sumarið 2012.

Lesa meira

Sóttvarnir hafa dregið úr öðrum sýkingum

"Margt það sem við höfum lagt á okkur á COVID tímanum, s.s. takmarkanir á hópamyndun og breytt hegðun, er talið skýra fækkun öndunarvegasýkinga árið 2020 sem aftur er talin ástæða mikið minni sýklalyfjanotkunar það ár, sjá talnabrunn landlæknis. Þá hefur hin árlega inflúensa ekki herjað á okkur ennþ

Lesa meira

Vonast til að Breiðablik rísi á ný 2022

Cordula Schrand vonast til að geta endurbyggt húsið Breiðablik, sem eyðilagðist í aurskriðu á Seyðisfirði að morgni föstudagsins 18. desember, á ný á lóð skammt frá þeirri sem húsið stóð áður á. Hún segist hafa verið nærri því að leggja árar í bát skömmu eftir aurflóðin.

Lesa meira

VG og Samfylking stærst og jöfn

Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð mælast stærst og jöfn í nýrri könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna í Norðausturkjördæmi. Píratar vinna mann af Miðflokki en mjótt er á mununum.

Lesa meira

Óvíst hver tekur við rekstri Uppsala og Hulduhlíðar

Enn er óvíst hvernig rekstri hjúkrunarheimilanna á Fáskrúðsfirði og Eskifirði verði háttað eftir 1. apríl þegar núverandi samningur Fjarðabyggðar og ríkisins rennur út. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar vonast til að máli taki að skýrast þannig að umskiptin gangi sem greiðast fyrir sig.

Lesa meira

Samherji mun selja af sínum hlut í Síldarvinnslunni

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að það liggi ljóst fyrir að Samherji mun selja eitthvað af sínum bréfum í Síldarvinnslunni en hversu stóran hlut liggur ekki fyrir á þessum tímapunkti. Það sé ekki unnið út frá því að hlutafé verði aukið.

Lesa meira

Hálfur mánuður í endurskoðað hættumat

Vonast er til að hægt verði að kynna endurskoðað hættumat fyrir svæðið utan við Búðará á Seyðisfirði eftir 2-3 vikur. Byrjað er að kanna áhrif bráðabirgðavarna í tölvulíkönum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.