Hægt að gleðjast yfir góðum árangri sem náðst hefur í sameiningu

Austurland er sem fyrr laust við Covid-19 smit og enginn í sóttkví. Alls eru 15 í einangrun á landinu samkvæmt síðustu tölum.

Tilslakanir tóku gildi á miðvikudag. Samkvæmt þeim mega nú meðal annars 50 manns koma saman í einu rými.

Í tilkynningu aðgerðarstjórnar almannavarnanefndar Austurlands er minnt á að fyrri reynsla sýni að lítið þurfi til að hópsmit verði til.

Þess vegna ítrekar aðgerðastjórnin að allir, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki eða þjónustuaðilar virði gildandi sóttvarareglur. Þær séu skýrar þótt þær hafi verið rýmkaðar.

„Gleðjumst yfir þeim góða árangri sem við höfum ÖLL náð í sameiningu, sem liðsheild. Verum áfram samhent lið og róum eftir gildandi reglum alla leið í land.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.