Orkumálinn 2024

Bókasöfn Fjarðabyggðar opin almenningi á ný

Frá og með deginum í dag verður létt á takmörkunum á opnunartíma bókasafna Fjarðabyggðar og þau opnuð almenningi.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir einnig að takmarkanir varðandi fjölda gesta bókasafnanna miðast við stærð á rými safnanna og eru viðskipavinir beðnir um að sýna tillitssemi og fylgja reglum.

 

Þá er á vefsíðunni greint frá breytingum á sóttvarnarreglum sem taka gildi í dag Þannig mun regla um nándarmörk verða einn metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Fjöldatakmörk fyrir nemendur í hverju rými verði 150 nemendur á öllum aldursstigum grunnskóla.

Fjöldatakmörk fyrir fullorðna í rými verði 50 manns og nálægðarmörk fullorðinna verða einn metri. Þar sem ekki er hægt að viðhafa nálægðarmörk eða fjöldatakmörk verður grímuskylda fyrir fullorðna.

Á öllum skólastigum öðrum en á háskólastigi verður foreldrum, aðstandendum og öðrum utanaðkomandi heimilt að koma inn í skólabyggingar, að uppfylltum reglum um sóttvarnir. Þetta eru þær meginbreytingar sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og að höfðu samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.