Búlgaría í brenndepli á listahátíð barna

Búlgaría verður í brennidepli á morgun, miðvikudag, á Fjölþjóðlegri listahátíð barna sem nú stendur yfir á Vopnafirði. Hátíðin hófst í síðustu viku þegar þjóðhátíðardegi Gvæjana var fagnað í leikskólanum Brekkubæ.


Lesa meira

Íbúar sem ekki komast heim fá greidda leigu út mars

Múlaþing hefur ákveðið að greiða leigu út mars fyrir þá íbúa Seyðisfjarðar sem enn hafa ekki getað flutt á sín heimili. Íbúar Seyðisfjarðarkaupstaðar eiga von á rýmingarskiltum sem Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vinnur að og gefa út. Skiltin verða send í öll hús innan Seyðisfjarðar í mars.

 

Lesa meira

Loðnufrystingu lokið, hrognataka að hefjast

Loðnufrystingu er lokið í fiskiðjuverinu í Neskaupstað á þessari loðnuvertíð og nú er beðið eftir að hrognataka hefjist. Börkur NK er á Breiðafirði, Beitir NK á leiðinni vestur fyrir land og Bjarni Ólafsson AK bíður átekta í höfn syðra. Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar.

Lesa meira

Launamunur kynja lækkar hjá Fjarðabyggð

Niðurstöður jafnlaunagreiningar hjá Fjarðabyggð sýna að óútskýrður launamunur heildarlauna er 0,55% körlum í vil og er því í samræmi við jafnlaunamarkmið sveitarfélagsins. Þetta er lækkun frá því í fyrra en þá mældist óútskýrður kynbundin launamunur 1,4% konum í vil.

Lesa meira

Kolmunninn streymir til Fáskrúðsfjarðar

Norska skipið Harvest kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun af miðunum vestan við Írland með um 1600 tonn af kolmunna. Miðin eru í um 800 mílna (eða rúmlega 1.200 km) fjarlægð frá Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Eimskip tengir Reyðarfjörð við Álaborg

Eimskip hefur samið við Álaborgarhöfn í Danmörku um að höfnin verði áfangastaður fyrir skipafélagið. Þar með er Reyðarfjörður kominn í tengsl við Álaborg.


Lesa meira

Póstkjör Framsóknarflokksins hefst í dag

Tæplega 2.240 manns fá í dag senda kjörseðla í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Úrslit munu ekki liggja fyrir fyrr en um miðjan apríl. Níu eru í framboð um sex sæti.

Lesa meira

Bilaður jarðstrengur í Hofsárdal

Erfiðlega hefur gengið að staðsetja bilun í jarðstreng sem varð til þess að rafmagn fór af Hofsárdal í Vopnafirði um miðjan dag í gær. Síðustu notendur fengu ekki rafmagn á ný fyrr en snemma í morgun.

Lesa meira

Vopnfirðingar bíða svara um fjárhag hjúkrunarheimila

Vopnafjarðarhreppur er meðal þeirra sveitarfélaga sem bíða eftir niðurstöðu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins um fjárhag hjúkrunarheimila. Ráðherra á von að skýrsla hópsins berist fljótlega en kveðst vera orðin langeyg eftir henni.

Lesa meira

Bilunin staðsett í Hofsá

Staðfest hefur verið að bilun í rafstreng í Hofsárdal, sem kom upp á laugardag, er úti í Hofsá sjálfri. Líkur eru á að áfram verði notast við varaafl á svæðinu næstu daga.

Lesa meira

Ríkið styrkir minnismerki um Hans Jónatan

Íslenska ríkið hefur ákveðið að styrkja sveitarstjórn Múlaþings um þrjár milljónir króna til kaupa á minnismerki um Hans Jónatan, danskan þræl sem leitaði frelsis á Íslandi. Unnið er að því að koma minnisvarðanum upp í sumar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.