Orkumálinn 2024

Bilunin staðsett í Hofsá

Staðfest hefur verið að bilun í rafstreng í Hofsárdal, sem kom upp á laugardag, er úti í Hofsá sjálfri. Líkur eru á að áfram verði notast við varaafl á svæðinu næstu daga.

Bilunin kom upp um klukkan hálf fimm á laugardag og varð þá rafmagnslaust í Fossárdal. Í gærmorgunn var orðið ljóst að bilunin væri í jarðstreng sem liggur frá Ásbrandsstöðum yfir í Refsstað.

Nú er búið að fara með mælitæki eftir strengleiðinni og staðfesta að bilunin er í ánni. Það gerir málið nokkuð snúið.

Verið er að finna leiðir til að komast að biluninni og þarf það að gerast í samráði við landeigendur. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik er meðal annars að skoða yfir hvort hægt sé að strengja streng yfir ánna til bráðabirgða, sé það ekki hægt þurfi að skoða aðrar leiðir.

Komið var með öfluga varaflsstöð á svæðið og hún staðsett við Refsstað. Útlit er fyrir að hún verði í gangi næstu daga, en afar ólíklegt er að takist að greiða úr málunum í dag.

Varaaflstöðin sem komið var með á laugardagskvöld frá Akureyri. Mynd: Aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.