Yfir 90% samþykktu nýjan álverssamning

Félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hjá Alcoa Fjarðaáli samþykktu nýjan kjarasamning með yfirburðum.

Skrifað var undir samninginn þann 4. febrúar og hófst rafræn atkvæðagreiðsla þann sextánda. Henni lauk á hádegi í dag.

93,7% samþykktu samninginn, 4,5% vildu fella hann og 1,8% skiluðu auðu eða gerðu atkvæði sitt ógilt. Kjörsókn var góð, 331 af 457 á kjörskrá greiddu atkvæði eða 72,4%.

Í frétt á vef AFLs segir að stuðningurinn við samninginn hafi farið fram úr væntingum, þótt forsvarsmenn hafi skynjað almenna ánægju með samningana þótt samningaferlið hafi verið strangt. Það hófst í fyrra, samningarnir runnu út 1. mars 2020, ágreiningur um orlofsrétt endaði fyrir Félagsdómi og loks var deildunni vísað til ríkissáttasemjara.

Frá undirritun samningsins. Mynd: Fjarðaál/Hilmar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.