Kolmunninn streymir til Fáskrúðsfjarðar

Norska skipið Harvest kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun af miðunum vestan við Írland með um 1600 tonn af kolmunna. Miðin eru í um 800 mílna (eða rúmlega 1.200 km) fjarlægð frá Fáskrúðsfirði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Loðnuvinnslunnar. Þar segir einnig að Smaragd, sem er líka frá Noregi, er svo væntanlegt seinnipartinn í dag með um 2000 tonn af kolmunna.  Skipið fékk aflann á svipuðum slóðum og Havrest, vestur af Suður-Írlandi.

Loðnuvinnslan keypti núverandi Hoffell af eigendum Smaragd sumarið 2014, en skipið var mjög vel við haldið hjá fyrri eigendum og hefur reynst mjög vel hjá Loðnuvinnslunni.

Á vefsíðunni segir einnig að ágætur afli hafi verið hjá Ljósafelli, Sandfelli og Hafrafelli í febrúar eða samanlagt 945 tonn óslægt.
Ljósafell var með 535 tonn og bátarnir með 410 tonn þar af Sandfell með 207 tonn og Hafrafell með 203 tonn.
Ekki var hægt að róa á bátunum síðustu þrjá daga í febrúar vegna brælu.

Mynd: lvf.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.