Um 1000 Austfirðingar bólusettir á morgun

Búið er að boða um 1000 manns í bólusetningar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í vikunni. Stór hluti kennara á svæðinu fær sína fyrstu bólusetningu við Covid-19 veirunni.

Lesa meira

Fyrrum Eiðanemi að baki kauptilboði í Eiða

Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar Álfheima á Borgarfirði, stendur að baki kauptilboði í jörðina Eiða sem Landsbankinn hefur samþykkt. Tilboðið er háð ákveðnum fyrirvörum, meðal annars um fjármögnun.

Lesa meira

Stjórn Síldarvinnslunnar endurkjörin

Stjórn Síldarvinnslunnar var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir helgina. Í henni sitja sem aðalmenn: Anna Guðmundsdóttir, Björk Þórarinsdóttir, Guðmundur Rafnkell Gíslason, Ingi Jóhann Guðmundsson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Varamenn eru þau Arna Bryndís Baldvins McClure og Halldór Jónasson.

Lesa meira

Nýtt vinnslukerfi hjá LVF eykur afköstin um 70%

Nýlega undirrituðu Loðnuvinnslan (LVF) og Skaginn 3X samning um nýtt vinnslukerfi LVF sem auka mun sjálfvirkni og vinnslugetu. Stefnt er að því að auka afköst vinnslunnar í allt að 400 tonn á sólarhring sem er um 70% afkastaaukning frá því sem nú er. Nýja kerfið er hannað til að framleiða hágæða vöru á sem hagkvæmastan hátt.

Lesa meira

Sýni úr leghálsskimun finnst ekki í Danmörku

Jacqueline Guðgeirsson íbúi á Egilsstöðum segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við heilbrigðiskerfið. Hún hefur beðið í tvo mánuði eftir niðurstöðum úr leghálsspeglun en sýni hennar virðist týnt í Danmörku.

Lesa meira

Þriðjungur samfélagsstyrkja SVN til íþrótta

Veittir samfélagsstyrkir Síldarvinnslunnar (SVN) á síðasta ári námu 47,5 milljónum kr. og þar af fóru ríflega 16,2 milljónir kr. til íþróttatengdrar starfsemi.


Lesa meira

Kynna verkefnið Úthérað - náttúruvernd í kvöld

Kynningarfundur um verkefnið Úthérað – náttúruvernd og efling byggða verður haldin í kvöld klukkan 20.00. Verkefnið er hluti af byggðaáætlun og jafnframt hluti af verkefni sem Fljótsdalshérað hefur unnið að á undanförnum árum um möguleika náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu á Úthéraði.

Lesa meira

Síldarvinnslan breytir öryggismálum sínum

Um síðustu mánaðarmót urðu þáttaskil í öryggismálum hjá Síldarvinnslunni, en þá fór Guðjón B. Magnússon, öryggisstjóri, á eftirlaun. Tekin var ákvörðun um að breyta fyrirkomulagi öryggismála með þeim hætti að leggja niður stöðu öryggisstjóra og auka ábyrgð rekstrarstjóra hverrar deildar á öryggismálum.


Lesa meira

Hafnaði beiðni um undanþágu frá dvöl í sóttvarnahúsi

Héraðsdómur Austurlands hafnaði beiðni konu frá dvöl í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins eftir vinnuferð erlendis. Við úrlausn málsins var meðal annars tekist á um skilgreininguna á yfirráðasvæði íslenskra laga.

Lesa meira

Tilboði tekið í Eiða

Landsbankinn hefur tekið tilboði í jörðina Eiða sem verið hafa til sölu frá því að bankinn eignaðist hana fyrir um einu og hálfu ári síðan.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar